Hostel & Kaffi Laugalækur

Samkomur

 

Samkomur á Kaffi Laugalæk

 
Gallerí salur

Gallerí salur

Veitingasalur

Veitingasalur

Kaffi Laugalækur býður uppá leigu á sal og aðstöðu fyrir hópa í huggulegu umhverfi. Við erum fjölskylduvænt kaffihús, veitingastaður og bar í Laugardal. Við erum með tvo sali: Gallerí og Veitingasal.

Hópar geta fengið afmarkað rými til notkunar gegn leigu eða kaupum á veitingum. Vinsælast er að fá Galleríið okkar en einnig er hægt að fá Veitingasalinn og í einstaka tilfellum er hægt að leigja allan staðinn. Ódýrast er að fá salina að morgni til á virkum dögum eða að kvöldi til laugardaga til mánudags. Á matmálstímum geta hópar pantað sem koma í mat og drykk.

Skjávarpi með tjaldi og sjónvarp ásamt interneti eru til staðar sem má nota án endurgjalds. Hægt er að fá tækniaðstoð gegn gjaldi og leigja hljóðkerfi hjá okkur.

Boð, veislur, fundir og fleira

Við bjóðum uppá hollan heimilismat, súrdeigsflatbökur, bakkelsi, kaffi, bjóra, vín og fleira. Við notum hráefni í hæsta gæðaflokki beint frá býli eins og hægt er og sama á við um kaffibaunirnar sem eru í hærri gæðaflokki en býðst annars staðar. Súrdeigið og kökurnar er bakað á staðnum af bakarameistara. Fjölbreytt úrval af tei, bjórum, léttvínum og fleirum veigum. Næg bílastæði eru við Laugalæk og gott aðgengi með strætó.

Opið frá morgni til kvölds alla daga. Hópar geta verið hjá okkur frá kl. 8 á morgnana til kl. 23 en um helgar er hægt að hafa opið til kl. 1 um nóttina. Við opnum þó einungis snemma á morgnana eða höfum opið lengur ef verslað er umfram lágmarksupphæð. Hópar sem eru ekki í mat hjá okkur geta allajafna einungis fengið borð utan matmálstíma í hádegi og kvöldmat.

Aðstaðan okkar hentar vel fyrir fundi, árshátíð fyrir 20-70 manns, litla veislu, afmæli, nafnaveislu, barnaafmæli, fjölskylduboð, fyrirlestra, kynningar, upplestra, foreldrahópa og fleira.

Salir.jpeg

Tveir salir

Hægt er að loka af Veitingasalinn eða Galleríið með tjaldi. Í einstaka tilfellum leigjum við út allan staðinn, til dæmis um jól og áramót eða um páska þegar auðvelt er að loka staðnum fyrir öðrum gestum. Hægt er að raða borðum upp eftir því hvað hentar best.

Screen Shot 2019-04-13 at 11.52.07 PM.png

Góð aðstaða fyrir fundi

Í Veitingasalnum er stórt sjónvarp og í Galleríinu er skjávarpi með tjaldi. Auðvelt að tengja við tölvu.